Daily Archives: 25. október, 2007

Í morgun 0

Birtist grein eftir mig á Egginni sem ég var orðinn langþreyttur á að bíða eftir að birtist á Kistunni. Ég skrifaði hana 12. október, þ.e. daginn sem stjórnarskipti urðu í borginni. Finnst mikilvægt að það komi fram. Hugsið ykkur frið eftir að ég er fallinn frá úr kvefi og hálsbólgu.

Hugsið ykkur frið 0

I. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, vígði á dögunum Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey. Í yfirlýsingu Yoko við það tilefni kom fram að vonir hennar stæðu til að ljóskeilan mætti vera börnum huggun harmi gegn í vondum heimi, að hún gæfi þeim von þegar enga von væri að finna. Friður, kærleiki, […]

Ekki um sel 9

Það er merkilegt orðið á manni ástandið þegar maður getur búist við því að vera löðrandi í eigin blóði á einu augnabliki, tölva, skyrta og trefill. Blessunarlega fór lítið í rúmið. Eftir fremur máttlausa tilraun til að þrífa mig og spýta í vaskinn líður mér skyndilega ekki svo vel.