Daily Archives: 21. nóvember, 2007

Andlega feitlaginn 7

Án þess ég sé tiltakanlega feitur er ég orðinn meistari í að rífa fötin mín í strimla við ekki merkilegri íþróttaiðkun en að hagræða lestrarstellingunni. Síðasta vor klæddi ég mig í peysu utan yfir skyrtu og reif saum upp eftir henni endilangri. Þegar ég fór aftur úr peysunni reif ég svo aðra ermi skyrtunnar. Er […]

Fyrstur 1

Aldrei fór það ekki svo að mér tækist að vakna klukkan sjö eftir fjögurra tíma svefn, vera á undan umferðinni í skólann og ná að mæta fyrstur allra í fyrsta tíma eftir viðkomu á kaffistofunni í Odda. Þetta gat ég. Minnir á gömlu góðu dagana þegar ég reykti einn og hálfan pakka af sígarettum á […]