Fyrstur

Aldrei fór það ekki svo að mér tækist að vakna klukkan sjö eftir fjögurra tíma svefn, vera á undan umferðinni í skólann og ná að mæta fyrstur allra í fyrsta tíma eftir viðkomu á kaffistofunni í Odda. Þetta gat ég.

Minnir á gömlu góðu dagana þegar ég reykti einn og hálfan pakka af sígarettum á dag ofan í sjöþúsund kaffibolla (leitið að bloggarafugl) og gleymdi að sofa svo dægrum skipti. Með öðrum orðum þau ár sem ég var duglegur í námi. Hve langt mér finnst síðan.

One thought on "Fyrstur"

  1. hildigunnur skrifar:

    duglegur strákur 😀

Lokað er á athugasemdir.