Þrumuveður

Þrumuveður voru tíð í æsku minni á Ítalíu og mér fannst þau jafnan spennandi. Á Spáni fyrir rúmum tveimur árum fylgdist ég með þrumuveðri úti fyrir hafi en kunni illa við vilja meirihlutans til að fara út á efstu svalir hótelsins til þess arna. Nú þegar ég upplifi þrumuveður á Íslandi verður mér lítt um sel, þótt þær eldingar sem ég sá hafi ekki verið eins merkilegar og í Hollívúddmynd eða þær þrumur sérlega ógnvekjandi. Það er bara eitthvað við þetta fyrirbæri og framandleika þess hér á Íslandi, ekki síst meðan gengur á stormhviðum, hagli og regni sitt á hvað og mér liggur við að segja samtímis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *