Hugsið þetta aðeins

Eftir fjóran og hálfan tíma þarf ég að fara á fætur. Hvað er athyglisvert við þessa setningu?

7 thoughts on "Hugsið þetta aðeins"

 1. Kristín Svava skrifar:

  Þú ert í próflausum desembermánuði og þarft ekki að fara á fætur frekar en þú vilt. Andsk.

 2. Hildur Edda skrifar:

  Eru þessir tímar mjög fjórir? „Fjóran“ er eins og lýsingarorð eða atviksorð sem endar á -an. Er hægt að vera fjór? Ef svo er er í sjálfu sér ekkert að þessari setningu.

 3. Elías Halldór skrifar:

  Ekki finnst mér á neinn hátt athyglisvert að tölurnar einn, tveir, þrír og fjórir geti verið bæði í eintölu og fleirtölu. Annars finnst mér hér athyglisvert að ég kannast ekki við nefnifallið af þessum fjórum þarna.

 4. Fern, eins og í fernar buxur, er ekki sama orð. Engin töluorð eru bæði í eintölu og fleirtölu:
  *eftir þrjáan og hálfan tíma
  *eftir fjóran tíma
  Af þeim töluorðum sem fallbeygjast, einum til fjögurra, virðast fjórir samt geta tekið við þessari eintöluendingu, þá og því aðeins að hálfan fylgi þar á eftir.
  Athyglisvert gúgl:
  1. fjóran
  2. „fjóran og hálfan“

 5. Erla skrifar:

  Þetta finnst mér hálfilla gert gagnvart Kelgu minni, að draga fram þriggs og hálfsárs gamlar syndir, og það tvöfalt. Afhverju ertu annars próflaus?

 6. Kristín Helga skrifar:

  Takk fyrir að verja mig Erla…

 7. Syndir? Ekkert meira að þessu en að segja athyglisvert. En hver veit nema púkinn komi upp í mér og ég leiti að einhverju bitastæðu í sarpinum hennar Kristínar Helgu …
  Hvað prófin varðar þá ferat sá í próf, er úr þeim sig skráir.

Lokað er á athugasemdir.