Lífsgæðavændið heldur áfram

Góðir hlutir gerast einhvernveginn. Á dögunum samdi ég við ýmsa lánadrottna sem reyndar voru svo skilningsríkir að þeir buðust til að lána mér enn meiri peninga. Hafði nú vaðið fyrir neðan mig í þetta skiptið. Á sama tíma falaðist ég eftir meiri vinnu hjá Borgarbókasafni en var heldur vonlítill. En símtal sem ég fékk nú í morgun dregur af allan vafa, ég kem til með að vera í 55% vinnu á mínu ástkæra Sólheimasafni megnið af þessari önn! Fullkomlega sjálfbær önn svo ég sletti tískuorði, ekkert kerfi lengur til að halla sér á, engin lán. Og ef vel tekst til að samhæfa vinnu og nám get ég haldið þessu til streitu í framtíðinni.

Mér var hvort eð er orðið skapi næst að taka frí frá námi svo ég eignaðist nokkra peninga, þetta er einhvers konar millivegur. Auk þess líður mér betur í vinnunni en nokkursstaðar annarsstaðar, hvað svo sem það segir um mig. Fyrir utan að öll „lífsgæðin“ kosta: farsími, bíll, internet, áfengi. Ég hef ofurselt mig þessum hlutum. Þannig að það sem eftir lifir dags verð ég í vinnunni, kátari en Ödipus.

2 thoughts on "Lífsgæðavændið heldur áfram"

  1. Ég er svo roslega ánægður með þig. Frábært að þú slyldir komast að. Enn verður þú þá líka að vinna um helgar? líður þér svona ílla í skólanum? já það kostar allt nema bókamerki.

  2. Nei nei, líður ágætlega í skólanum. Stundum þarf maður bara að vinna fyrir sér inn á milli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.