Og borgin hló

Sjötti áratugurinn var áratugur atómskáldanna svokölluðu og ljóðið var að brjóta af sér aldalanga fjötra ríms og stuðla. Matthías mótaði sinn eigin stíl, frjálsari tjáningarhátt en flest atómskáldin notuðu. Nýjung Matthíasar í Borgin hló var ekki síst fólgin í nýrri og frjálslegri framsetningu. Einkum eru það borgarljóðin sem eru nýstárleg og ólík borgarljóðum Tómasar Guðmundssonar og Steins sem voru uppáhaldsskáld Matthíasar á mótunarárum hans. Borgin var Steini framandi og Tómasi fjarlæg og hálf óraunveruleg. Borgina persónugerir Matthías, líkir henni við unga og ástleitna konu. Hér er eitt af því sem einkennir Matthías sem skáld, hann er ástríðufullur og tilfinninganæmur og að þessu leyti miklu líkari Davíð Stefánssyni eða Stefáni frá Hvítadal, borgin er með „ungar nýlagðar götur / með varir votar af tjöru / og þær þrýsta heitum barmi að köldum fótum“. #

Göngum að því vísu að allt sé þetta satt og rétt. Hvernig í ósköpunum má þá vera að framúrstefnuskáldið Matthías sé líkastur nýrómantíkernum Davíð Stefánssyni eða svartlynda kaþólikkanum Stefáni frá Hvítadal? Væri ekki í meira lagi furðulegt að kalla Steinar Braga framúrstefnulegasta nútímaskáldið en segja hann þó líkastan listaskáldunum vondu? Að því sögðu hef ég lítið lesið af Matthíasi en er þeim mun hrifnari af Sigfúsi. Þessi bloggfærsla verður þá kannski næg hvatning til að kaupa Ljóðhús á markaðnum á morgun.

2 thoughts on "Og borgin hló"

  1. TR skrifar:

    Af íslenskum skáldum minnir þú mest á Gísla Martein Baldursson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.