Kiljan

Egill lýsir yfir aðdáun sinni á kvikmyndinni eftir Sögu Borgarættarinnar.

Klippt: brot úr Sögu Borgarættarinnar er sýnt.

Áhorfandinn er nú staddur með Agli og Jóni Yngva í anddyri Landsbókasafns þar sem er sýning helguð Gunnari Gunnarssyni. Egill lýsir yfir aðdáun sinni á kvikmyndinni eftir Sögu Borgarættarinnar. Jón Yngvi segir að skáldinu hafi nú ekki þótt myndin féleg. Áhorfandinn heyrir ekki lengur í Jóni Yngva.

Klippt: brot úr Sögu Borgarættarinnar er sýnt.

2 thoughts on “Kiljan”

  1. Það voru bara smá mistök í klippingunni á þættinum sem ég held að séu komin í lag.
    Aðdáun mín á myndinni er reyndar af þeim toga að ég held að kvikmyndalistin hafi náð hápunkti sirka 1925 og að henni hafi stöðugt hnignað síðan.
    Verst var þegar menn fóru að setja hljóð á kvikmyndir.
    kv Egill

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *