Eldri kona: Af hverju skrifar hann svona langar bækur?
Bókavörður: Hver?
Eldri kona: Haraldur Bessason.
Bókavörður: Æi, þú veist. Svona náttúrulýsingar og …
Eldri kona: Ooh, jæa. Er hann ennþá á lífi heldurðu?
Bókavörður: Hver?
Eldri kona: Haraldur Bessason.
Bókavörður: Ja, nú ve …
Eldri kona: Æ, hann er sjálfsagt einhversstaðar þarna á mörkunum.
Bókavörður: Tja.
Eldri kona: Líður þér ekki annars miklu betur hérna núna eftir að fleiri karlmenn fóru að vinna á safninu og þú ert ekki svona mikið eins og arabahöfðingi?
Hvar er pönslænið?
Haraldur Bessason er vinur minn. Hann hélt skemmtilegustu ræðuna í brúðkaupinu mínu. Hann virðist vera ódrepandi, amk hingað til.