Mótmælum mótmælt

Mér er óskiljanlegt hvers vegna fólk er að mótmæla mótmælum, hvort heldur það er vegna fjöldamorða á Afgönum, Írökum, Tíbetum eða barsmíðum á ljósálfum í Saving Iceland svo ekki sé minnst á róttækar aðgerðir vörubílstjóra. Ef beinskeyttar aðgerðir er það sem þarf þá er það ekkert flóknara. Miðað við hvernig stjórnvöldum er tamt að bregðast við hvers kyns mótmælum má það vera alveg ljóst að hin hefðbundnu íslensku mótmæli duga einfaldlega ekki lengur, og já, ef það er það sem þarf, þá ber almenningi að „kúga“ stjórnvöld til að fá sínu framgengt – hvor kaus enda hvern til að fara með stjórn í þessu landi? Menn geta svo verið sammála eða ósammála málstaðnum, en eftir sem áður er það lítilsvirðing við réttinn til að mótmæla og gengisfelling á lýðræðishefðinni að vera fúll á móti þegar fólk lætur í sér heyra. Verstir þykja mér frjálshyggjuguttarnir sem leggja skatta og mótmæli að jöfnu við ofbeldi. Sitthvað er nú ofbeldið. Ef fólk vill hvorki búa í samfélagi eða við lýðræði getur það bara farið eitthvert annað. Zimbabwe, til dæmis.

6 thoughts on “Mótmælum mótmælt”

 1. Það er ekki kominn tími til að mótmæla! Leggjum ekki til atlögu mátlaus, söfnum krafti unz við getum með vizku okkar molað múra borgarastéttarinnar.
  Himininn er enn heiður, gott fólk. Við skulum bíða enn frekar. Við skulum bíða ákveðna forsenda, bæði félagslega og efnahagslega.
  Bíðum eftir því að borgarastéttin hefur
  lokið við að éta leifarnar, étið öll
  tré, haglið og sólina. Bíðum eftir því
  að þeir narti í sitt eigið hold.
  Þá getum við stigið fram! Þá munum við
  loks sigra en fram að því eru mótmæli tap. Færri klukkustundir búa til verðmæti. Krónan hrynur og við getum ekki verzlað erlendis.
  Eigum við ekki að slæpast í heitum löndum þangað til byltingin verður? Við skulum ekki vera með læti þangað til.
  дшаш индештпшт сщькфвуы!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *