Þvættingur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir í viðtali við danska blaðið Berlingske, að íslensku bankarnir geti allir reitt sig á stuðning frá íslenskum stjórnvöldum lendi þeir í erfiðleikum. Þann stuðning væri hægt að sækja bæði í ríkissjóð og gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. (#)

Síðast þegar ég frétti snerist málið ekki um ímyndaða skálka sem „tala niður gengið“, heldur þær upphæðir sem bankarnir skulda en geta ekki greitt. Seðlabankinn geti því einmitt ekki bjargað bönkunum fyrir horn að vandi bankanna er skortur á gjaldeyri til endurfjármögnunar á erlendum skuldum. Af því að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans mun vera nær tölunni 175 milljarðar en þeim 2.200 milljörðum sem erlend skuldastaða bankanna telur. Svo talar utanríkisráðherra eins og það nægi að hækka yfirdráttinn til að redda þessu öllu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *