Hagstofa – Þjóðskrá

Hagstofan veitti mér þau svör að bannmerkingar vegna markaðssetningar væru á höndum Þjóðskrár. Fram að þessu hélt ég að Hagstofan ræki Þjóðskrá. Málið var þó leyst með einu símtali til Þjóðskrár, með þeim fyrirvara þó að það væri búið að selja nokkra lista fram í tímann, svo það gæti tekið nokkrar vikur fyrir „þetta að hætta“.

Fram að þessu hélt ég að ríkið seldi ekki persónuupplýsingar, en mér hefur nú skjátlast um sjálfsagðari hluti. Ef fólk vill hins vegar vita hvað Davíð Oddsson er að lesa þá er mér óheimilt að veita þær upplýsingar, af því að lög um persónuvernd ná yfir mitt starfssvið þótt þau nái ekki yfir Þjóðskrá. Finnst engum þetta skrýtið nema mér?