Einstigi

Mig dreymdi í nótt að ég væri að skila BA-ritgerð í bókmenntafræði.

Leiðbeinandi: Hvað er þetta, það eru engin einstigi hérna?
Ég: Ha?
Leiðbeinandi: Það eru einstigi í þessari bók. Hann treður einstigi.
Ég: Hvaða vitleysa …
Leiðbeinandi: Þú verður ekki bókmenntafræðingur svona. Bókmenntafræði snýst um að troða einstigi. Lagfærðu ritgerðina eða hypjaðu þig.

2 thoughts on "Einstigi"

  1. Emil skrifar:

    Troða einstigi, haha, wtf?
    En við troðum strý. Ótrúlegt hvað mann getur dreymt …

  2. Elías Halldór skrifar:

    Treður einstigi í eyðimerkurgöngu sinni í leit að fleiri orðtækjum til að slá saman!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *