Á faraldsfæti

Á morgun fer ég til Akureyrar. Ég ætlaði að reyna að nýta ferðina og skoða Amtsbókasafnið en yfir sumartímann er það víst ekki opið um helgar – sem mér finnst reyndar til fyrirmyndar. Það er engin ástæða yfirleitt til að hafa almenningssöfn opin um helgar, til þess eru námsbókasöfn.

Ég legg af stað síðdegis, sem er ansi óheppilegur tími, og verð yfir helgina. Kannski maður kíki í Lystigarðinn og líti enn einu sinni eftir því hvort drykkurinn Blanda fáist enn í búðum þar nyrðra. Það væri vel þegið ef einhver gæti sagt mér hvað listasamkundan með latneska nafnið heitir svo ég geti séð hvort eitthvað sé að gerast þar núna.

Annars er það líkast til bara bjór í Hafnarstræti, bækurnar mínar og ég, svona á milli þess sem ég sinni hróinu henni ömmu minni. Þessa stundina eru það Travels in the Scriptorium eftir Paul Auster, Áhyggjudúkkur í annað sinn, Ingibjörg Haralds, Saga Reykjavíkur, Saga Klepps – ekkert þar samhengi þar á milli – ýmsar greinar um borgarlandslag og ýmis íslensk fræði. Ef eitthvert ykkar verður á Akureyri þá er ég í símaskránni. Bjallið.

2 thoughts on “Á faraldsfæti”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *