Þriggja dekkja tal

Púkalandið hjálpaði mér með dekkið eftir vinnu. Ég verðlaunaði hann með því að kaupa Best of Radiohead dvd-diskinn handa sjálfum mér. Minnist á það hér til að ítreka þakkir mínar.

Varadekkið reyndist vera nokkuð stærra en hin, ólíkt því sem við var að búast. Ef eitthvað er finnst mér það í eðlilegri stærð en hin, en gamla dekkið er sem sagt er, totalled. Bráðið gúmmí lá í hrúgum á stæðinu.

Hringdi í Vöku og ég ætti að fá annað dekk á 3000 kall hjá þeim á morgun. Húrra fyrir því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.