Hinn hataði

Það sprakk á bílnum við furðulegu framkvæmdirnar við Smáralind í morgun. Eða öllu heldur rifnaði barðinn utan af felgunni án átaks. Mér fannst vegurinn gæti nú ekki verið svona miklu verri en hann leit út fyrir að vera.

Asnalegu breytingarnar á Mjóddinni ollu því að ég þurfti að keyra langtum lengri leið að Olísstöðinni en ég hef hingað til vanist. Þegar þangað var komið dugði tveggja manna átak ekki til að losa boltana af felgunni, svo ég skildi bílinn eftir og gekk yfir planið.

Keypti mér sódavatn og tók yfir á kortinu fyrir strætófargjaldinu. Vagninn kom fljótlega og ég settist inn. Á eftir mér kom hópur af leikskólakrökkum, kyrfilega merktir Kópavogi líkt og bærinn ætti þau. Fóstrurnar töluðu um að „fara til Reykjavíkur“ eins og það væri Narnía. Mjódd er í Reykjavík, sem segir allt sem segja þarf um töfra þess staðar.

Krakkarnir góluðu allan tímann og mér varð ljóst að Guð hatar mig. Samt tókst honum ekki að tefja mig frá vinnu lengur en hálftíma. Láti hann sér það að kenningu verða.

13 thoughts on “Hinn hataði”

  1. Þú ert að tala um að fara Hafnarfjarðarveginn. Sú leið liggur nógu skakkt á Vogahverfið til að ég tæki frekar strætó. En ég fer nú vonandi að flytja úr þessum helv. firði bráðum.

  2. Þá er einfalt að finna aðra leið. Athugaðu að oft eru hjólaleiðir allt aðrar en leiðir vélknúinna ökutækja. Til dæmis gætirðu farið gegnum Mjódd.

  3. Mikið rétt Arngrímur. Lífið er erfitt og ég er fulltrúi þess. (Ekki gleyma að það er ósanngjarnt líka).

  4. heyrðu ég hef mikið verið að pæla í þessu! fólk sem býr og ólst upp í hafnarfirði, finnst það rosalega mikið mál að „fara í reykjavík“. samt er maður nú ekki lengur en 7 mínútur að fara frá hafnarfirði upp í hí (ef þú keyrir eins og ég;)). ég bý sjálf í reykjavík og finnst ekkert mál að fara til hafnarfjarðar á hverjum morgni í vinnu (btw með strætó sem tekur sko BARA klst!) ég lít á hafnarfjörð sem hverfi út frá reykjavík, líkt og grafarvogur. mosó er hinsvegar langt útúr öllu saman. er virkilega lengra frá hafnarfirði til reykjavíkur en frá reykjavík til hafnarfjarðar?

  5. Það er lengra frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á morgnana. Síðdegis er lengra til Hafnarfjarðar frá Reykjavík.
    En það er ekki mesta issjúið, mest böggar það mig að bíllinn kostar mig álíka á mánuði og leiga með vini í miðbæ Reykjavíkur.
    Auk þess fíla ég ekki Hafnarfjörð. Hvar vinnurðu annars?

Skildu eftir svar við Elías Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *