Meðmæli dagsins

Hjólbarði, umfelgun og dekkjaskipti hjá Vöku kostaði aðeins 3700 krónur. Fyrst hélt náunginn í afgreiðslunni að ég hefði látið umfelga allt settið undir bílnum og ætlaði þá að rukka mig um 7900, sem hefði í sjálfu sér verið ásættanlegt verð.

Allir bílandi lesendur þessarar síðu ættu því að versla við Vöku.

Annars finnst mér hræðilegt að heyra af því að menn séu að kremjast milli gáms og skilrúms í næsta nágrenni meðan ég er kúrandi í rúminu með köttinn í fanginu. Það er eitthvað svo fjandi óþægileg og skringileg tilhugsun.

One thought on “Meðmæli dagsins”

  1. Fyrst sýndist mér að þú værir krúnkandi í rúminu og fannst það svolítið skrýtið.
    Maður á aðeins að krúnka á klósettinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *