Hrásalat

Vill einhver útskýra fyrir mér konseptið bakvið hrásalat, t.d. þegar það er borið fram á diski, er þá ætlast til að maður éti þetta? Maður sér þetta í verslunum og finnst einhvern veginn eðlilegast að kaupa það til að henda í fólk eða spillta stjórnmálamenn (það er munur).

Að sitja heima á síðkvöldi framan við Tom Waits á dvd með bjór, fisk og franskar framan við sig og finna hrásalat í bakkanum er nefnilega meira en að segja það. Ef maður nennir ekki að finna bíllyklana, vippa á sig skónum og slengja frakka yfir herðarnar til að leita að einhverjum til að kasta salatinu í, þá er ekki mikið annað að gera en henda þessu.

Maður veit allavega hvað á að gera við Bangers n’ Mash og glas af Guinness inni á Slattery’s eftir sveitt miðbæjarrölt daginn eftir Tom Waits tónleika. Já, ég vil að þið öfundið, en ég kann ekki alveg til verka. Kannski dugar þetta.

One thought on “Hrásalat”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *