Stílæfing #2

Í staðfestum fréttum fékk ég að heyra í dag að þriðji ísbjörninn var skotinn í vor, án þess það rataði í fjölmiðla. Það var þessi sem „reyndist vera kind“ og moggabloggið gerði grín að. Svo var fjórði tilkynntur líka en reyndist vera hestur. Engar staðfestar fréttir eru af því hvort hann hafi sömuleiðis verið skotinn.

Hugmyndin er að ríkisstjórnin verði áfram tekin trúanlega í hvert sinn sem hún opnar kjaftinn. Talandi um, það er nokkuð langt síðan síðast bárust fréttir af fangaflugi í Keflavík, er það ekki?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *