Ég er orðinn pabbi!

Gömul kona sagðist á safninu í dag ætla niður í bæ, sjá hvort hún yrði ekki borgarstjóri. Mín vegna mætti leggja niður kosningar í borginni og taka upp faglegar ráðningar. Í bókstaflegri merkingu, alls ópólitískri. Þá kannski fengju fagleg sjónarmið að ráða för í stað þessa typpatogs. Það er engin né er nokkur þörf fyrir pólitík innan sveitarstjórna, ekki frekar en í menntaskólum, hvað þá helvítis háskólanum.

Safnið mitt er annars rústir einar núna, horfði upp á síðustu leifar ársins 1963 fagmannlega tættar í sundur í dag. Halló nútími, og þín óumdeilanlega fagurfræði. Við skulum endilega gera bókasöfnin að félagsmiðstöðvum fyrir þá sem mest þurfa að flýta sér, fyrst staðan í borginni er alstaðar sem litið er sú að fagmennska sé úreld. Hvað er fólk sem þarf að flýta sér svo mikið að það getur ekki beðið í tvær mínútur eftir afgreiðslu að gera á bókasafni?

Djöfulsins asi sem er á sumu fólki.

(afsaka misvísandi fyrirsögn …)

3 thoughts on “Ég er orðinn pabbi!”

  1. Las alla færsluna, eingöngu til að komast að því sem síðasta setningin sagði mér. Ég get nú sætt mig við framhjáhaldið, en ef von er á stjúpbörnum í heiminn vil ég fá að vita það með smá fyrirvara. Gæti prjónað til dæmis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *