Lágkúra

Ég trúi varla að ég sé að eyða tíma í þetta.

Það kom nokkuð flatt upp á mig í dag að vera spurður út í gamla gróusögu síðan í MR sem ég var búinn að gleyma. Stelpan sem kom sögunni af stað þoldi mig ekki og samkvæmt minni bestu vitneskju hefur það ekkert breyst. Það vildi svo vel til fyrir hana kvöld eitt að aðstæður gerðu það að gustukaverki að fabúlera trúverðugan þvætting með tonn af óbeinum vitnum til að staðfesta after the fact, án þess að nokkuð hefði gerst.

Þessi stelpa er fyrrverandi kærasta besta vinar míns, og henni hefur greinilega ekki þótt nein vanþörf á að hefna fyrir heimskulegan hlut sem ég sagði meðan þau voru ennþá saman. En kvitturinn sem hún kom af stað er hér um bil sá aumingjalegasti sem ég hef vitað, svo djöfull mikil lágkúra að það hálfa væri nóg, og að sama skapi svo tilgangslaus, að ég á enn ekki til orð til að lýsa áliti mínu á henni eftir þetta. Hún fór ekki yfir mörkin, hún fór undir þau, og ég hef enn ekki séð neina manneskju leggjast svo lágt síðan.

Það ætti því að kæta hana, einu manneskjuna sem raunverulega sá hvað gerðist, að heyra að sagan lifir enn góðu lífi. Hún á það skilið að vera hrósað fyrir vel unnin verk þó rætin séu svo verði henni bara að góðu. Það er ekki eins og ég sé sá fyrsti eða síðasti sem hún tekur svona fyrir, og ef hún er heppin fær hún það kannski aldrei í bakið að hafa gert sér svo myndarlegan feril úr mannorðsmorðum. Ætli ég hafi ekki bara sloppið billega frá henni.

5 thoughts on “Lágkúra”

  1. Ég varð fyrir svona uppspunasögu í MR af konu sem ákvað að hata mig án þess að ég hafi nokkurn tímann skilið hvers vegna.
    Svo varð mín „óvinkona“ fyrir svo herfilegri lífsreynslu skömmu síðar að ég fyrirgaf henni og hef aldrei heyrt söguna aftur þó ég efist ekki um að einhverjir trúi henni enn þann dag í dag.

Skildu eftir svar við Kristín í París Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *