Tindersticks voru fáránlega töff í gær. Fáránlega töff segi ég. Fáránlega. Stuart Staples var merkilega prúður milli átakanna sem hann lagði í hvert lag. Krúttlegt bros. Sá hann alltaf fyrir mér sem meira hörkutól. Þarf að fara að kíkja á nýju plötuna. Fannst ég skynja svipuð þemu þarna í gær en Curtains verður þó alltaf biblía barrómantíkera. Kaupið hana.
Í öðrum fréttum á ég núna flugmiða. 29 dagar.
Kvöldvakt í Árbænum og svo fimmtugsafmæli. Spookeh. Ég ætla að leyfa mér að verða fullur. Skil ekkert í að bjóða upp á áfengi ef afleiðingarnar þykja óæskilegar. Kallið mig óþroskaðan en mér finnst bara svo gaman að verða mér til skammar.
Ég ætla líka að vera full í kvöld. Mér finnst líka bara gaman að gera fólk pínu hneykslað á mér, ekki of mikið, en svona smá.
Það er stórlega vanmetið að verða sér til skammar og fara yfir strikið. Do it!
Heyrið, svo tókst mér ekki að verða neitt sérstaklega fullur, og ég kom almennt vel fyrir. Hvað er eiginlega að gerast?