Tindersticks

StaplesTindersticks voru fáránlega töff í gær. Fáránlega töff segi ég. Fáránlega. Stuart Staples var merkilega prúður milli átakanna sem hann lagði í hvert lag. Krúttlegt bros. Sá hann alltaf fyrir mér sem meira hörkutól. Þarf að fara að kíkja á nýju plötuna. Fannst ég skynja svipuð þemu þarna í gær en Curtains verður þó alltaf biblía barrómantíkera. Kaupið hana.

Í öðrum fréttum á ég núna flugmiða. 29 dagar.

Kvöldvakt í Árbænum og svo fimmtugsafmæli. Spookeh. Ég ætla að leyfa mér að verða fullur. Skil ekkert í að bjóða upp á áfengi ef afleiðingarnar þykja óæskilegar. Kallið mig óþroskaðan en mér finnst bara svo gaman að verða mér til skammar.

3 thoughts on “Tindersticks”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *