Fyrsta lestin var allt í lagi. En hefði ég verið með belti hefði ég hengt mig með því í þeirri seinni, með fyrirheitnalandið þjótandi hjá glugganum.
Velti því fyrir mér á flugvellinum hvernig það væri að vera einn af þessum gaurum sem láta panta sig sérstaklega um borð í vélina, hvort fólk tefðist mikið ef hans hátign Vídalín sæi sér því miður ekki fært að heiðra farþega með nærveru sinni.
Fannst skyndilega fyndin tilhugsun ef milljarðamæringur keypti upp heila flugvél á ímynduðum nöfnum bara til að láta starfsfólk lýsa eftir þeim öllum við hliðið. Svo fannst mér það virka einsog hálfíslenskur gjörningur og undireins varð hugmyndin hallærisleg.
Flugvélin sjálf var svo aftur súrrandi geðveik. Snertiskjáir á hverju sætisbaki, úrval afþreyingarefnis gríðarlegt allt frá sjónvarpsþáttum til kvikmynda, íslenskunámskeiði til tölvuleikja, nú og svo vantaði auðvitað ekki kynningarefni um Ísland. Glænýir og fínir stólar – við höfðalagið var letrað „The throne of Óðinn was called Hliðskjálf. This one we just call: Your seat.“ Naumast glamúr fyrir fljúgandi bjórdós í yfirstærð.
Bjóst hálft í hvoru við að finna áletrunina „Lasciate ogne speranza, voi ch’intrate!“ við landamærin. Svo var ekki í þetta skiptið. Kannski þeir skelli því upp á fimmtudag?
En já, ég er semsé kominn „heim“. Áhugasamir setji sig í samband.
Stendur þetta í alvöru á sætunum : „The throne of Óðinn og svo framvegis? (Ég fer aldrei neitt) En brjálæðislega hallærislegt – ef þú ert þá ekki bara að plata…
Velkominn heim í havaríið!
Samúðarkveðja. En þú getur þó skemmt þér við Gólema og Gabríelur, líkt og ég.
Og nei Harpa, hann er ekki að plata, ég flaug í svona sæti í ágúst (jómfrúferð sætanna, hvorki meira né minna).
Þakkir fyrir kveðjurnar.
Og já, undir eins og ég hætti að plata á blogginu þá hættir fólk að trúa því sem þar stendur.
Er engin vísun í „Úlfur, úlfur“ hjá Sjón?
Ég fann ekki þá vísun, en það gæti allteins verið að hún sé þarna. Ertu með dæmi?
Neibb. Fann hana ekki. Las alla bókina aftur bara með það í huga (lygi) en fann ekki (satt).