Stemning

Það er stemning að róta um eftir nauðsynjum í kompunni í vinnunni með vitin full af rottunni sem fannst dauð þar fyrr um daginn eftir vikudvöl í 40 stiga hita á celsíuskvarða. Kvöldvaktin tók þá einróma ákvörðun í kjölfarið að láta hreingerningarstúlkuna vita af atburðum dagsins svo hana grunaði nú ekki að brögð væru í tafli þegar hún kæmi morguninn eftir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *