Ha?

13.11.2008: ESB/EFTA: Sögðu sig frá gerðardómi

Þetta voru óaðgengileg skilyrði, segir Árni, og því sáum við enga aðra leið en að segja okkur frá ferlinu. Hann segir að viðræðum hafi ekki verið slitið og að allir geri sér grein fyrir því hve málið sé mikilvægt. Hann segir þetta vonbrigði en útilokað hafi verið að ganga að skilyrðum ESB.

Það vekur hins vegar athygli að ákvörðun um gerðardóminn var haldið frá almenningi og fjölmiðlum. Þegar fréttastofa talaði við embættismenn úr fjármálaráðuneytinu um fundinn í síðustu viku sögðu þeir engar fréttir að hafa af fundinum. Það vekur líka athygli að ráðamenn hafa ekki sagt frá þessari atburðarás þó tækifæri hafi gefist. #

13.11.2008: Icesave: Lausn í sjónmáli?

Nokkru meiri bjartsýni gætir nú meðal þingmanna stjórnarflokkanna og embættismanna um að niðurstaða náist milli ríkja um Icesave ábyrgðir, lán og aðstoð IMF. Talið er að hægt verði að höggva á tengslin milli kröfu Breta og Hollendinga um Icesave deiluna og aðstoðar IMF. Þannig verði Icesave-deilunni vísað í gerðardóm eða til óháðra aðila en aðstoð IMF tekin fyrir fljótt. Í kjölfarið muni önnur ríki veita Íslendingum nauðsynleg lán. #

Eru fjölmiðlar með öllum mjalla?

One thought on “Ha?”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *