María blíða María

herbergið hvítkalkað
og tómt
rakinn áttatíu prósent
þú sast á rúmbríkinni
og lést sæðið
drjúpa úr þér á nakið gólfið
og það dropaði úr krananum
inná baði:
drip drip drip…
einsog angurvær barnsgrátur
utanaf götunni

og tár þín María
tár þín

– Jón Gnarr.

6 thoughts on "María blíða María"

 1. Þórdís skrifar:

  Finnst þér þetta gott ljóð?

 2. Mér finnst það dásamlegt, skilur mig eftir æpandi af kátínu. En gott finnst mér það ekki.

 3. Emil skrifar:

  Þá veit ég hvað þarf að gera til að gera þig kátan.
  Drip, drip, drip …

 4. Silja skrifar:

  Ég ætla að hætta á að hljóma eins og algjör tepra,en mér finnst þetta ljóð svo ógeðslegt eitthvað..

 5. Hva, þetta er hrein og klár rómantík!

 6. Elías skrifar:

  Mér finnst þetta creepy (eða krípað, eins og við sögðum í mínu ungdæmi).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *