Í dag flaug þröstur inn á safn. Eftir skamman eltingarleik náði ég að taka hann upp og koma honum útfyrir. En þegar ég opnaði lófann haggaðist hann ekki. Ég lagði hann niður á gangstéttina og losaði litlu klærnar úr höndinni. Enn fór hann ekki neitt, bara lá þarna einsog beinlaust viðrini, starði á mig opinmynntur og másandi. Hef aldrei séð eins lafhrætt dýr. Þrösturinn baðst undan brauðmylsnunni sem ég stráði allt í kringum hann svo ég fór aftur inn. Fimm mínútum síðar fannst hann í felum undir bekk. Kortéri síðar var hann farinn.
En núna þarf ég víst að innföra mig í litterær analysu eð hætti Åsfríðar Svenssen. Alltaf þegar ég lít þessa bók, Tekstens mønstre, finnst mér hún öðru fremur skírskota til textaskrímsla, og þá langar mig að lesa eitthvað skrímslakyns, t.d. Sólskinsfólkið. Eða Dostojevskí, því margar bækur hans eru skrímsli í vissum skilningi. Bara allt annað en þessa bók. Lyriske strukturer eftir Kittang og Aarseth (krúttin) virðist mér aftur álíka athyglisverð og gallsteinataka hjá Birni Bjarna. Literary Theory: The Basics eftir Bertens er aftur nægilega fróðleg, en eftir því þurr.
Það er því útlit fyrir að desember verði venju fremur skemmtilegur í ár.
Við Þrúnn Þralls (laumufæreyingur) ætlum raunar að stofna stúdíegrúppe svo þetta verður ekki eintómt hark fram á skófluna. Það má alveg henda gaman að þessum eðjótísku frönsku litterorum inn á milli.
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum, það er stúdíegrúppunni…
Áfram Föroyjar 🙂