Þrjú öppdeit

Mér sýnist að peningar verði engin fyrirstaða fyrir aðstöðu í Suðursveit hvenær sem sá gállinn er á mér. Þá neyðist ég samt til að troða vetrardekkjunum undir bílinn og láta laga þetta smáræði sem laga þarf.

Sumarnámskeiðið í Árósum er matshæft, sem þýðir að ég borga engin skólagjöld komist ég að. Og það að ég er aðeins örfáum formsatriðum frá því að skila inn umsókn.

Ég hef aftur lyklavöld yfir eigin Uglu. Kannski varð nemendaskrá pirruð á námskeiðaflakkinu mínu. Annars veit ég ekki hvers vegna henni var læst til að byrja með.

3 thoughts on "Þrjú öppdeit"

  1. Þú hefur ekkert gefið upp hvernig prófið gekk, ég er að deyja úr forvitni. Hefur Ugla eitthvað að segja um námskeiðaflakk? Er Ugla ekkert fyrir furðufugla?

  2. Ég vil heldur ekkert gefa upp um hvernig prófið gekk … þannig er það nú bara.
    Held að Ugla segi lítið og láti sér fátt um finnast. En Ugla er definittlí fyrir furðufugla, enda stórfurðuleg sjálf. Ekki síst eftir breytingar.

  3. ókei, ég skal láta þig í friði. Breytingar eru ekki alltaf til batnaðar. Um að gera að muna það á öllum vígstöðvum á umbrotatímum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *