Í kjölfar þess að bróðir minn gerðist ritstjóri þess prýðilega vefs Húmbúkk gúglaði einhver sig inn á þessa síðu í leit að honum (þetta er frægt og það leikur sér). Ég skoðaði hvað viðkomandi fann og rakst á þetta í leiðinni.
Ég vil taka það fram að ég var orðinn tvítugur þegar þetta er skrifað. Og að mér þykir það afskaplega, óendanlega vandræðalegt.
Fann fólk eitthvað djúsí um mig?
Hvernig lýst þér á að segja „glöggva“ í staðinn fyrir „gúgla“? Maður getur þá glöggvað sig, eða glöggvað þetta og hitt því bæði má. (Móðir mín bað mig að reyna útbreiðslu þessa, ég get ekki annað en hlýtt).
Haha, stórmoffi, eins og Tjörvi stórmoffi, ribbaldinn atarna í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni/bókinni?
Þórður: Ekki nema það að ég sagði á 24 ára afmælisdegi þínum að þú hefðir aldrei verið feitari.
Hjördís: Ekki það að ég þori að andmæla móður þinni frekar en fyrri daginn, en ég hef áður heyrt talað um að glöggva hinu og þessu/hitt og þetta, og ég er ekki viss um að það sé endilega heppilegt að blanda þessu tvennu saman. Það gæti orðið ansi ruglandi.
Að gúgla er svo líklega þegar orðið of útbreytt til að því verði breytt með einbeittum vilja, auk þess að það er búið að laga sig að málinu, tekur veikri sagnbeygingu og er auðskiljanlegt. Það sem er þjálast verður oftast ofan á.
Emil: Akkúrat.
þetta er svakalega fín grein um sólskinsdrenginn, las hana um daginn og sendi linka út og suður. gat skeð að höfundurinn væri bróðir þinn:)