Koníak

Ligg hálfslappur heima í dag og langar í koníak. Koníak fer afskaplega vel með rigningu og veikindum. En ég á ekkert koníak, hef ekki efni á því og þyrfti þar fyrir utan að fara úr húsi til að verða mér úti um það. Það kemur ekki til greina Auk þess finnst mér koníak ekkert gott. En stundum er bara stemning fyrir það.

Annars verður ofurtöff dagskrá næstkomandi sunnudag í Aðalsafni Tryggvagötu sem undirritaður tekur þátt í, nánar auglýst von bráðar. Allir að mæta.

One thought on "Koníak"

  1. Jón Örn skrifar:

    Sem áhugalæknir segi ég:
    Hættu þessu væli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *