Birtan

Vorið er að koma. Söngur farfuglanna í trjánum fyrir utan blandast hljóðinu í bráðnandi gúmmíi ökuþóra hér um hálfeittleytið að nóttu. Margt brosir líka við mér núna sem mér hefði aldrei áður dottið í hug að ég ætti eftir að fagna. Vinnan mín er frábær, kærastan mín er best í heimi og kvöldin fara ekki til spillis þó ég sé hérumbil hættur að hitta fólk (note to self …)

Að sama skapi er ýmislegt sem sligar mig dagsdaglega, til dæmis dugir launatékkinn skemur og skemur út hvern mánuð, og ég veit ekki hvar ég fæ bensín á bílinn á morgun (undarleg hugmynd að leggja til peninga til þess eins að geta unnið sér inn peninga). En ef ekki væri fyrir slík lúxusvandamál gæti ég með fullri vissu sagt að ég gæti ekki kvartað undan nokkrum einasta hlut.

Kvöld eftir kvöld hef ég nú á sjöundu viku fyllst æ meiri hluttekningu með viðfangsefni mínu – og þá tala ég um rannsóknina mína – og er fyrir margt löngu farinn að skynja hyldýpið stara, ef ekki kalla, á móti þessari rýni minni. Ég á fátt annað eftir en æpa Þórbergur! í rúminu. En hvaða tilfinningu eiga menn svosem að fá fyrir viðfangsefnum sínum ef þeir samlagast þeim ekki að einhverju leyti.

3 thoughts on "Birtan"

  1. Gunni skrifar:

    Ég elska þig!

  2. Ég elska þig líka snúllið mitt.

  3. Lommi skrifar:

    Ég hef ákveðið að kjósa ekki til að stuða þig og kærustu þína. Ég átti þig áður en hún stal þér 🙁

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *