Musteri hæverskunnar

Ég hvet lesendur eindregið til að hlusta á þennan merkilega hlaðvarpsþátt. Mér þykir ég raunar alveg skelfilega illa reprisenteraður, nýt nær engrar athygli þáttastjórnenda meðan Loðmfjörð, Guttesen, Norðdahl og Lilliendahl þiggja meiriháttar hýðingar. Í öllu falli hlýt ég að krefjast þess að fá meiri dagskrártíma síðarmeir.

Að því sögðu vil ég biðja þær tvær manneskjur sem keyptu Endurómun upphafsins á síðasta ári – á sama tíma og ég þakka fyrir tvöþúsundkallinn – vinsamlegast að yfirgefa maka sína, krjúpa frammi fyrir altari hæversku minnar og iðrast kaupa sinna. Bókin seldist svo illa síðasta árið að hún hefur nú verið fjarlægð úr búðum með öllu. Þær neita að höndla hana. Og það er ævarandi ljóður á ráði fólks að hafa keypt slíka bók.

Ég á kannski 70 stykki eftir af henni. Hvort ætti maður þá að semja uppá nýtt um dreifingu á henni – í von um að grunlausar sálir séu enn til sem vilji kaupa hana fullu verði – eða hreinlega gefa pdf-ið á netinu?

9 thoughts on “Musteri hæverskunnar”

  1. Djöfuls rógburður er þetta, það má ennþá finna 3 eintök af skruddunni í bestu bókabúð landsins hérna á Háskólatorginu …

  2. Athugaðu hvort að SS vilja ekki kaupa bókina og láta hana fylgja með 10 pack af pylsum í Bónus!
    Annars á ég tvö eintök,svo mikill aðdáandi er ég takk fyrir.

  3. ég vil kaupa eina af þér Arngrímur, áritaða takk!
    geturðu kannski markaðssett bókina sem fermingargjöfiníár?

  4. Ég veit hvernig þetta vandamál verður leyst, ég skal taka undir þetta og hata skrifin þín ef þú hatar mín, díll?
    Vertekkað biðja fólk afsökunar, þessar sálir hefðu bara eytt þessum tvöþúsundkalli í sjónvarp, þarna í góðærinu.
    Djók, allt sem ég skrifaði hér er bara djókídjók og Endurómun er hin fínasta bók.
    Og hættussu.
    Allir batnandi rithöfundar/skáld hata útkomnu bækurnar sínar.

  5. viltu ekki bara senda þeim bókasöfnum landsins sem festu ekki kaup á gripnum eintak? ef einhver eru afgangs eftir það er ekki úr vegi að styrkja menningarlíf Færeyja og senda nokkur eintök til þarlendra bókasafna…
    gangi þér vel!

Skildu eftir svar við Silja Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *