Stiklur

Mér þráleiðist allt tal um nákvæmni Þórbergs. Ennfrekar leiðist mér að sjöþúsund manns hafi ekki talið það eftir sér að skrifa einhversstaðar í greinum sínum um óskyld efni að kaldhæðnislegt hafi verið fyrir „nákvæmnismanninn Þórberg“ að fæðingarár hans hafi verið vitlaust skráð. Get over it.

Sigfús Daðason er manna hófsamastur og öðrum rökfastari í greinaskrifum sínum. Hann hefði orðið betri fræðimaður en skáld, að síðarnefndu hliðinni ólastaðri.

Skilgreiningar á Þórbergi eru bæði óþarfar og villandi. Hann var allt það sem fólk segir hann hafa verið og miklu meira til. Fólk er ekki auðsveigt í hólf, og mér leiðast almennt tilburðir í þá áttina að flokka og greina manneskjur þegar listaverk eru til umfjöllunar. Vinsamlegast hættið því.

3 thoughts on “Stiklur”

 1. „Skilgreiningar á Þórbergi eru bæði óþarfar og villandi. Hann var allt það sem fólk segir hann hafa verið og miklu meira til.“
  Að úthúða skilgreiningum og koma svo með skilgreiningu?
  Nei ég er bara að vera leiðinleg. Annars sammála þér. Látum nýútskrifuðum bókmenntafræðingum eftir allt skilgreiningarúnk. Það verður alltaf til staðar, rétt eins og trekkarar og annar nördaskapur.

 2. Já, þá meina ég að hann var bæði nákvæmnismaður og andrómantíker, frumlegur stílisti og furðufugl. En hann var líka skeikull og rómantískur, klisjugjarn og ósköp venjulegur maður inni við beinið. Maðurinn verður ekki flokkaður á sama hátt og verk hans. Hinsvegar má skoða verk hans útfrá honum sjálfum – annað er eiginlega óhjákvæmilegt – en það er annað mál og engin þversögn þarífólgin.

 3. Þórbergur er minn maður húmoristi mestur snilingur mikill uppáhalds mitt og er fæddur skráður í lúðrasveit auðvitað í stjórninni sérkennilegur þó aðalpersóna líka alltaf glaður og ánægður í skólanum dauður samt ættaður frá Barðsnesi skemmtilegur kall fulltrúi norðurlands búinn að setja muffins og bananna á disk opinberleg þjóðareign ekki á móti bókum en fólk er í vaxandi mæli að missa getuna til að skilja hin ýmsu stílbrigði
  takk fyrir!
  já þú mátt nota þetta í ba ritgerðinni þinni gæskur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *