Monthly Archives: maí 2009

Snjór í apríl 0

Einhverjum lesendum þessarar síðu þætti kannski áhugavert að vita að núna í ár, í fyrsta sinn síðan þessi síða var stofnuð, snjóaði hvergi í Reykjavík í apríl. Í gær brast hinsvegar á með örfárra sekúndna slydduéljum hér í Hafnarfirði, en það telst nú varla með. Niðurstaða: Fimm ár í röð snjóaði í Reykjavík í apríl. […]

Höfrungar 2

Tók enginn eftir því í fréttunum að af þeim skepnum sem standa veiðimönnum til boða í Faxaflóa voru nefndar hrefnur, hnúfubakur og höfrungar? Mikið af höfrungi þarna, sem ég stend hérna, seiseijá. Það skyldi þó aldrei vera að menn væru eitthvað að pæla með það?

Fyrirsagnir 2

Allir góðir menn hljóta að fagna því að hugrenningar moggabloggara séu aðgengilegar öllum stundum gegnum Blogggáttina. Það losar okkur sem höfum safnað moggabloggurum einsog hráviði inn á fésbókina okkur undan þeirri kvöð að þurfa að skoða status þeirra allra með fimm mínútna fresti – Blogggáttin bætir um betur, því allir góðir og gegnir moggabloggarar birta […]

Skoðanir Stebbafr 6

Það er ekki hægt að komast hjá því að lesa skoðanir Stefáns Friðriks Stefánssonar. Þær eru alstaðar. Þær birtast við aðra hverja frétt á Morgunblaðsvefnum. Þær birtast á blogggáttinni og þær birtast á Mikkavef. Ég býst fastlega við því að innan tíðar verði hann farinn að krota þær utan á póstinn minn líka. Stefán er […]