Snjór í apríl

Einhverjum lesendum þessarar síðu þætti kannski áhugavert að vita að núna í ár, í fyrsta sinn síðan þessi síða var stofnuð, snjóaði hvergi í Reykjavík í apríl. Í gær brast hinsvegar á með örfárra sekúndna slydduéljum hér í Hafnarfirði, en það telst nú varla með.
Niðurstaða: Fimm ár í röð snjóaði í Reykjavík í apríl. Það er því óvenjulegt að það skyldi ekki hafa gerst núna í ár. Haldið svo ekki að ég hafi ekkert merkilegra til að fjalla um ef ég vildi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *