Fyrirsagnir

Allir góðir menn hljóta að fagna því að hugrenningar moggabloggara séu aðgengilegar öllum stundum gegnum Blogggáttina. Það losar okkur sem höfum safnað moggabloggurum einsog hráviði inn á fésbókina okkur undan þeirri kvöð að þurfa að skoða status þeirra allra með fimm mínútna fresti – Blogggáttin bætir um betur, því allir góðir og gegnir moggabloggarar birta efni sitt glóðvolgt úr hugskoti sínu jöfnum höndum á báðum stöðum.

Af þeim sökum finn ég tilgangsleysi þessarar síðu vaxa óðfluga með hverri mínútunni. Hef ég því ákveðið að skjóta þeim ref fyrir rass með því að birta allar fyrirsagnir sem hefðu prýtt þessa síðu síðustu dagana ef ég hefði haft eitthvað við þær að bæta. Þannig græða lesendur mínir miklu fleiri fyrirsagnir en lesendur annarra síðna, og ég þarf ekki að hafa eins mikið fyrir því að útlista skoðanir mínar.

1. Mig langar að blogga en hef ekkert að segja.
2. Hvað ætti ég að borða í kvöld?
3. Var að horfa á Doctor Zhivago – alger klassík!! 😉 😉
4. Myndbirtingar við stórslysafréttir – er þetta réttlætanlegt?
5. Algert ráðleysi stjórnarandstöðunnar!
6. Maður rændur í Keflavík, þjóðarsorg
7. Skyldi Stebbafr finnast ég góður bloggari?
8. Ekkert í sjónvarpinu, burt með báknið!
9. Hvernig setur maður inn status update?
10. Dóttir Tysons látin, ábyrgðarleysi foreldra algjört
11. Nafnleysingjar á netinu – framtíð bloggsins
12. Get svarið að fingurnir eru að fitna, erfiðara að blogga
13. Mín skoðun
14. Sykurskattur?
15. Æ, kommúnistar

2 thoughts on "Fyrirsagnir"

  1. baun skrifar:

    12 vekur áhuga minn (ég vil lesa meira um þetta efni)

  2. Algengt vandamál, hægt að leysa með stærra lyklaborði upp að vissu marki. Þá bjóðast aðrir möguleikar, til dæmis eigin þáttur á Lýðvarpinu eða ÍNN. Svo er líka bara hægt að standa útá torgi og góla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *