Skýrsla um atburði liðna og líðandi

Mér finnst ég pínu gamall stundum, þótt ég sé að vísu bara tuttugu og fjögurra og hálfs árs. Ég veit ekki hvort ég er kominn með fitukomplex líka en þegar ég leit í spegil í gær fannst mér ég kominn með nettan Sigmund Davíð undir hökuna. Þegar ég tók af mér skeggið sem ég hafði safnað í mánuð fannst mér ég hafa yngst um tíu ár.

Í kvöld varð ég svo miðaldra aftur þegar ég afþakkaði fyllerí með orðunum: Nei, ég þarf að fara á skrifstofuna. Þá var ég spurður hvort mér þætti ekki leiðinlegt að verja laugardagskvöldi þannig. Ég hafði ekki einu sinni pælt í því, fannst bara fínt að þurfa ekki að mæta í vinnuna í dag.

Ég er semsé kominn með skrifstofu, með útsýni til Akrafjalls og Esju. Á miðvikudag fer ég til Árósa og verð í tvær vikur. Ég fékk styrk til fararinnar og þarf lítið að leggja út sjálfur. Get ekki beðið eftir að losna við Ísland í smástund. Þegar ég kem aftur bíða mín ýmis ritstörf sem þarf að klára, þarmeðtalið ljóðabók eftir sjálfan mig.

Béaritgerðina klára ég loksins á morgun, sendi leiðbeinanda og hugsa aldrei um aftur. Bætist þá bara við listann yfir aðra hluti sem þarf aldrei að hugsa um aftur.

8 thoughts on "Skýrsla um atburði liðna og líðandi"

 1. Ásgeir skrifar:

  Ég á engan svoleiðis lista, en listinn yfir það sem ég ætti aldrei að hugsa um aftur lengist sífellt.

 2. Harpa J skrifar:

  Ljóðabók? Hvenær?

 3. Einhverntíma í sumar eða haust, bara eftir hvað mér leggst til.

 4. Emil skrifar:

  Þú, Vídalín, með fitukomplexa? I´d never …

 5. Gunni skrifar:

  Góða ferð út kæri ljúfur. Sakna þín.

 6. Takk Gunni minn! Ferðin var fín, sakna þín sömuleiðis. Hvernig gengur lífið í sveitinni?

 7. Einar Steinn skrifar:

  Til hamingju með með styrkinn og hlakka til að lesa ljóðabókina. Hafðu það gott úti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *