Ég ferðast alltaf til sömu borgar í draumum mínum, meira eða minna. Hverja ég hitti eða reyni að komast í samband við er mismunandi eftir því hvað borgin heitir hverju sinni.
Síðustu tvö skipti hefur hún heitið Árósar. Hún var samt ekkert líkari Árósum núna en þegar hún hét Jyväskylä eða þegar hún var ónefndur bær í Þýskalandi. Hún er alltaf eins. Og einhverra hluta vegna næ ég aldrei í manneskjuna sem ég fer til að hitta.
Mestur tími fer í að forðast allt hitt fólkið sem sækir í mig, fólk sem ég þekki frá fyrri tíð og býr nú í borginni án sjáanlegrar ástæðu. Þá fer ég alltaf á sama barinn, því þar hitti ég engan. Bjórinn kostar lítið og barþjónninn veit hvað ég heiti. Við tölum finnsku saman.
haltu afram lifið er yndislegt