Í nótt dreymdi mig alveg furðulega.
Mér fannst sem ég væri staddur í Bóksölu stúdenta. Þar stóð Hannes Hólmsteinn við afgreiðsluborðið með Svartbók kommúnismans undir hendinni. Af einhverjum ástæðum gekk eitthvað treglega að koma bókinni í sölu. Þá segir Hannes, nokkuð gramur: „Þið vinstrimennirnir ættuð að lesa ykkar eigin spámann, Þórberg Þórðarson. Hann sagði: Hví skyldu menn amast við bókinni? Hún neyðir þig ekki til að lesa sig. Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur.“
Þá lítur einn kúnnanna upp úr bók sem hann var að skoða og segir: „Ég er ekki svo viss um að neinn sé að amast við bókinni, Hannes.“ Þá vaknaði ég.
Eru fórnarlömbin ekki aðalatriðið? Myndi einhver amast við þýðandanum, ef fróðleg og vönduð bók um illvirki nasista væri gefin út á íslensku? Eitthvað á bilinu 85–100 milljónir manna féllu af völdum kommúnismans, sumir á hinn hroðalegasta hátt. Eigum við ekki að reyna að setja okkur í spor þeirra, horfa á heiminn undir sjónarhóli þeirra, í stað þess að skiptast á kersknisorðum?
Sæll Hannes.
Mér var engin sérstök kerskni í huga. Þetta er raunverulegur draumur sem mér fannst í senn nógu skemmtilegur og furðulegur til að segja frá hér. Ég þykist enga skýringu á honum kunna. En ég legg það ekki í vana minn að ófrægja fólk, hvorki opinberlega né annarsstaðar. Svo ég vona að þú takir þetta ekki óstinnt upp.
Ekki myndi ég heldur gagnrýna þig fyrir að þýða þessa bók. Hún er ábyggilega prýðileg innan sinnar greinar, og jafnvel þótt hún væri það ekki þá færi ég seint að amast við henni. Það er ekki undir mér komið hvaða bækur koma út á Íslandi. Ég er alfarið andvígur slíkri ritskoðun.
Vona að þetta svar dugi í bili, þótt ég gefi mér ekki tíma til að ræða sögu kommúnismans við þig að svo stöddu.
Vá. Undirmeðvitundin þín er harðari en þú Aggi. Farðu að blogga meira um drauma þína þá segirðu loksins eitthvað sem skiptir máli.
Það fer nú mörgum sögum af því hversu vönduð þessi bók er.
Ég las einhvers staðar að Hitler væri kallaður sósíalisti í henni, Hannes gæti kannski svarað því hvort það sé satt? Önnur spurning sem ég hef er þessi, ef kenna má kommúnisma um dauða þeirra sem dóu úr hungri í viðkomandi ríkjum (sem ég reyndar held að megi vel gera), hvers vegna má þá ekki gera það sama í tilfelli kapítalisma? Í dag dóu 30.000 börn úr hungri eða svo.
Hey Hannes, viltu koma í sleik?
Voðalega ertu kerskin, Þórunn.