Íslendingasögur á íslensku

Ég hef alltaf jafn gaman að því þegar menntskælingar koma á bókasafnið og biðja um Íslendingasögur á nútímaíslensku. Skelfingarsvipurinn á þeim þegar ég segi þeim að þetta sé nútímaútgáfan.

Ég held það sé of mikið gert úr því að það sé á færi Íslendinga að lesa handritin. Það er það bara almennt ekki. Samt er talað um þetta einsog það sé sambærilegt við að lesa Guðrúnu frá Lundi.

Annars væri skemmtilegt að prufa að láta krakka lesa stafrétta texta. Bara til að prufa.