Stílæfing

Oft hefur verið sagt að pólitíkin sé hverful og það má svo sannarlega segja að eigi við í þessu tilviki. Þegar stjórnmálmenn verða uppvísir að rangfærslum með þeim hætti sem svo berlega hefur komið í ljós undanfarna daga er ekki laust við að maður verði hugsi um hvað knýi menn áfram til slíkrar ósannsögli með þeim hætti sem nú hefur svo berlega komið fram í makalausri málefnafátækt stjórnarheimilisins.

Skemmst er að minnast þess þegar allt logaði í hjaðningavígum milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna sambærilegs máls á vordögum 2007 og menn stóðu í málþófi og þótti stjórnarandstöðunni það góð vinnubrögð á þeim tíma og svifust í raun einskis til að koma máli sínu á framfæri með þeim hætti sem mjög er gagnrýndur nú.

Í raun er þetta því allt hið sorglegasta mál og tel ég að lítillar þórðargleði sé að vænta frá vinstri mönnum af þessu tilefni. Steingrímur ætti öðru nær að sjá sóma sinn í að játa mistök sín og svona heilt yfir skammast sín fyrir þær dylgjur og vinstri dylgjur sem gengið hafa með þeim hætti sem raun ber vitni eins og eiturgusur yfir stjórnarandstöðuna á undanförnum dögum og í raun segja af sér.

Í raun má spyrja sig hvað mönnum gangi til með svona vinnbrögðum sem þeir sjálfir hafa gagnrýnt en var aldrei ástunduð af mínum flokki en þeir ástunda nú sjálfir og þykjast góðir með. Glundroði einkennir efnahagsstefnuna og stjórnin stendur falli næst en það er mín skoðun sem ég ber fram á þessum vettvangi sem er minn eigin. Nafnlausar gungur verða ekki liðnar og geta unnt minni skoðun sem ég set fram á mínum vettvangi með þeim hætti sem mér líkar best og er ég viss um að bloggvinir mínar samsinna þeirri skoðun minni.

4 thoughts on "Stílæfing"

  1. Fyrst skrifaði Óli Sindri þjark til að herma eftir þér – og nú hefurðu sjálfur gerst þjarkur. Einhvers konar sæborg. Þetta boðar ekki gott.

  2. Taktu sérstaklega eftir „vinstri mönnum“ í tveim orðum.

  3. Ásgeir skrifar:

    Þetta er frábært.
    Nýja útlitið sökkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.