Nýtt útlit II

Ný byrjun eða nýju fötin keisarans?

Ég verð peningalaus alla helgina. Debetkortið mitt rann út í gær. Svo ég fór í bankann í dag að sækja nýtt en þá var mér tjáð að kortið væri í póstinum. Þegar ég kom heim var ekkert kort þar og of seint að gera athugasemdir.

Kannski er þetta bara enn eitt dæmi um afbragðsþjónustu póstsins: allur pakkinn en engin ábyrgð. Þeir þekkja ekki það hugtak nema maður borgi þeim aukalega.

En ætli maður tóri ekki einsog eina helgi án peninga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *