Monthly Archives: desember 2010

Fimm spor til afnáms mannréttinda – drög að úrsögn úr alþjóðasamfélaginu 0

Síðan ég hóf störf sem pistlahöfundur fyrir Smuguna í september síðastliðnum hef ég birt fjóra pistla, þar af þrjá um stöðu innflytjenda í Danmörku. Á þessum skamma tíma hefur ríkisstjórn íhaldsflokkanna Venstre og Konservative Folkeparti talað fyrir hverju frumvarpinu á fætur öðru sem ætlað er að skerða réttindi innflytjenda. Þau mál sem ég hef rakið […]

Nasistinn í veislunni 0

Meðan íhaldsflokkarnir Venstre og Konservative Folkeparti berjast bæði inn- og útbyrðis við að halda ríkisstjórninni við völd, einsog ég fjallaði um í síðasta pistli, kemur sífellt betur í ljós hvaða afleiðingar það hefur þegar eini vinur manns er nasisti. Meðan Rasmussen og Espersen einbeita sér að spuna, spillingu og lygum í þingsal er það Dansk […]

Innheimta bókasafna 0

Sem fyrrum bókavörður get ég ekki orða bundist vegna fréttar þess efnis að lítil telpa í Mosfellsbæ hafi fengið aðvörun um innheimtu frá bókasafninu. Þetta er ekkert nýtt, þótt það sé sérlega viðkvæmt þessi misserin. Innheimtukerfi allra bókasafna í landsgrunninum er staðlað og sjálfvirkt og hefur verið að minnsta kosti síðan Gegnir var tekinn í […]

Hin daglega sápa 2

Með lægri bloggtíðni og leiðinlegum hversdagsfærslum hefur Bloggið um veginn hrapað þónokkuð í virðingarstiganum á Blogggáttinni. Það finnst mér ágætt. Mér finnst alltaf jafn hundleiðinlegt þegar einhverjir eyjukommentarar koma hingað til að rúnka sér yfir síðuna mína. Svo enn um sinn verður haldið áfram á sömu braut nema eitthvað sérstakt komi til (næg eru bloggin […]