Af væntanlegri konsept-plötu Garðskálans: „Á bakvið hvern reyklausan mann er keðjureykjandi kona” – hluti óviðjafnanlegs þríleiks. Samið yfir Skype.
Lag: Herra Vídalín;
Texti: Herra Loðmfjörð;
Listrænn ráðgefandi: Kristján B Jónasson.
Aldrei fyrr hafa barítónarnir tveir sýnt af sér aðra eins leikgleði innan hins þrönga ramma þeirra snilldarlegu listrænu sýnar! Plata þessi er nokkuð sem enginn skal láta framhjá sér fara. Útgáfutónleikar í Hörpunni verða þann 11. september 2011. Fáir miðar eftir. Tryggið ykkur sæti!