Svör við algengum spurningum

Stundum fæ ég fólk inn á síðuna mína í leit að svörum við áleitnum spurningum sem brenna á þeim. Ég hef nú ákveðið að svara sumum þessara spurninga svo næsta manneskja sem leitar hins sama grípi ekki í tómt:

Hvað er hryðjuverkasamtök?
Samtök fábjána með óljós en ofbeldisfull markmið. Sem dæmi má nefna Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Kosningaseðill forsetakosningar?
Þú finnur hann á kjörstað. Kosið verður í júní. Gangi þér vel að merkja á seðilinn.

Blóðflokkar á Íslandi?
Þeir sömu og annarsstaðar í heiminum. Nánari upplýsingar um ABO- og rhesuskerfin má finna hér.

Verðlistinn Laugalæk?
Já, hann er við Laugalæk. Þessa dagana er líka sérstök útsala við Grensásveg þar sem HP-húsgögn voru áður (en þú fæddist).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *