Flutningar

Það er ótrúlegt hvað kemst mikið í eina geymslu, þ.e.a.s. ef ég fæ að vera einráður um hvernig raðað er í hana. Megnið af búslóð úr 120 fermetra íbúð komið saman á tæplega 8 fermetra reit í kjallaraherbergi.

Það er líka ótrúlegt hvað líkaminn leyfir sér ef hann veit að meiri átök eru framundan. Ég vaknaði hress í morgun eftir heljarinnar átök daginn á undan, fékk mér kaffi og hélt áfram með Eyju og stelpunum og Brynjari, sem tók við af Alla frá því í gær, að græja draslið. Það var ekki fyrr en allt var búið og Brynjari hafði verið komið heim að ég fann að bakið öskraði á að verða skilið eftir til að deyja úti á bílaplani. En mér tókst þó að drösla því með mér inn líka.

Fyrsta nóttin á nýjum stað framundan. Það verður eitthvað.