Fyrirheit

Fólk er farið að spyrja mig hvort ég muni ekki skrifa fleiri greiningar á barnabókum, jafnvel ókunnugt fólk. Ég verð að segja að vinsældir þessara greinarkorna hafa komið mér á óvart. Sjálfum þykir mér skemmtilegt að skrifa þau svo það kannski ratar til lesenda. 

Ekki síst þess vegna að mér finnst gaman að fjalla í blönduðu gamni og alvöru um bækur og bíómyndir (þó ég gefi hlutföllin aldrei upp) hef ég afráðið að gera mitt besta til að gera meira af því. Næsta bók á dagskrá er Svarta kisa, sem mætti best lýsa sem hvað-ef-sögu um skáldaðan fund Hitlers og Schindlers. Ef það hljómar ótrúlega, þá bíðið bara.

Í millitíðinni má lesa aðrar greinar í syrpunni hér:

  1. Jói og baunagrasið
  2. Græni hatturinn
  3. Bláa kannan
  4. Tralli og Láki jarðálfur