Í gær sá ég mjög fyndna ruslatunnu. Á henni stóð: Eingöngu fyrir atvinnusorp. Þessi tunna er fyrir Völu Matt, hugsaði ég. En að öllu gamni slepptu er ég hálf móðgaður yfir þessu öllu saman, þessari mismunun á sorpi, á ég við. Að aðeins menntuðu sorpi sé veittur aðgangur að tunnu þessari er náttúrlega fyrir neðan allar hellur!
Uppfært
Nú skil ég þetta! Auðvitað er hér átt við sorp sem er sorp að atvinnu – ekki í hlutastarfi. Hér er þá um stéttarfélag Sorpu að ræða.