109182274245761244

Einn vinnufélaga minna, hvern ég nafngreini ekki, kom mér á óvart í byrjun sumars. Samræður okkar hófust svo, sem fyrir neðan er ritað:

Kauði: „Veistu hvern ég þoli ekki?“
Ég: „Nei, hvers vegna ætti ég að vita það?“
Kauði: „Ég veit það ekki, en veistu hvern ég þoli EKKI?“
Ég: „Nei.“
Kauði: „Atla Frey Steinþórsson.“
Ég: „Hvers vegna þolirðu hann ekki?“
Kauði: „Bara, hann er eitthvað svo …“
Ég: „Þekkirðu hann eitthvað?“
Kauði: „Nei.“
Ég: „Ég skil …“

Ekki veit ég hvaða horn hann ber í síðu Atla, eða hvers vegna það á að heita mér viðkomandi. Að ógleymdum fáránleika þess að ganga upp að nánast bláókunnugum manni og segjast ekki þola annan mann, sem maður svo þekkir jafnvel verr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *