Ásgeir hin mikla ofurhetja

Nú þegar sannleikurinn um Ásgeir er kominn í ljós erum við íslendingar loks komnir með ofurhetju: Lyfjafræðinginn (e. the Chemist). Ég leyfi mér að benda honum á augljósu staðina til að byrja baráttuna gegn illsku: Kattakonuna, Kaftein Kókaín og hina illræmdu dr. Sýkil. Vafalaust veit eitthvert þeirra um afdrif vísindamannanna.

Að launum vil ég gerast hjálparhella (e. sidekick) hans. Bæri ég þá nafnið Eldgarpur (e. the Fumigator). Hlutverk mitt yrði að vera Lyfjafræðingnum innan handar en í raun væri ég aðeins til trafala og hann þyrfti alltaf að bjarga mér. Þegar Lyfjafræðingurinn loks finnur nýju rannsóknarstofuna á Dauðadómsfjalli verður allt unnið fyrir gíg, því vísindamennirnir munu hafa náð mér og notað fyrir gísl og loks hent mér ofan í flókinn gírabúnað (e. mechanism) sem myndi að lokum verða mér að aldurtila. Þannig munu vísindamennirnir sleppa meðan Lyfjafræðingurinn bjargar mér.

Nema Ásgeir vilji taka nútímalegri afstöðu til ofurhetjuhlutverksins …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *